Vertu með!
Vefritið Skólastarf á hraða tækninnar var í upphafi hugsað sem hluti af námskeiðinu Gervigreind í kennslu, tækifæri og áskoranir sem var unnið í samstarfi við 3f og sérstaklega ætlað kennurum á framhaldsskólastigi. Efni vefritsins á hins vegar erindi við kennara og áhugafólk um gervigreind á öllum skólastigum og því er áskrift að því opin og endurgjaldslaus.
Hvað græðir þú á áskrift?
Þú færð reglulega sent til þín alls konar nytsamlegt efni, hugmyndir og innblástur beint í pósthólfið. Við skoðum hvernig tæknin og þá sérstaklega gervigreindin getur auðgað kennslu og nám á skapandi og hagnýtan hátt. Þetta er okkar vettvangur til að halda sambandi og deila því sem við lærum saman.
Taktu þátt
Vertu hluti af samfélagi fólks sem deilir áhugamálum þínum. Það er einfalt að ganga frá áskrift og svo hvetjum við alla til að taka þátt í umræðum með því að skrá athugasemdir við færslurnar okkar.
